Nýr landsspítali

Nýtt þjóðar­sjúkrahús

Meðferðarkjarninn, nýtt þjóðarsjúkrahús, er stærsta byggingin í uppbyggingu Nýs Landspítala og mun gegna lykilhlutverki í starfseminni.

Lesa meira

Fréttir

3. maí 2024 : NLSH vinnur að frumathugun vegna nýbyggingar fyrir geðþjónustu Landspítalans

NLSH hefur ráðið sænsku arkitektastofuna White Arkitekter til að aðstoða við gerð þarfagreiningar en þau hafa umtalsverða reynlu við hönnun bygginga fyrir geðþjónustu. Staðarval fyrir starfsemina er einnig hluti af vinnunni.

Lesa meira

2. maí 2024 : Staðan á Rannsóknahúsinu

Vinna við undirstöður er í góðum gangi og á áætlun. Verktaki hefur unnið við að hreinsa klöpp og steypa ásteypulag undir undirstöður sem er að mestu komið. 

Lesa meira

30. apríl 2024 : Nær lokið uppsetningu vinnulagna í meðferðarkjarna

Góður gangur er í uppsetningu vinnulagna í meðferðarkjarna. Núna er lokið að setja upp hitablásara ásamt stofnlögnum í báðum kjöllurunum og öllum stöngum auk þess sem lokið hefur verið við að tengja hitablásara í kjöllurunum og stöngum 1 og 2. úið er að koma fyrir tveimur 2 MW varmaskiptum í kjallara, verið er að vinna í tengigrind og við frárennslislagnir og affallslögn fyrir bakrás hitaveitu.

Lesa meira

Sjá allar fréttir